Tuesday, July 29, 2008

Sárir og súrir í Kerlingafjöllum 2008



Um síðustu helgi var hin árlega ganga gönguklúppsins Sárra
og Súrra fóta.
Þetta skiptið var stefnan tekin á Kerlingafjöll. Gangan var
höfð í styttra lagi í þetta skiptið og voru þrjár gistinætur
látnar duga. Mætt var í Ásgarð í Kerlingafjöllum á föstudagskvöldinu þann 26. júní og var fín þátttaka.
Spjallað og skrafað var fram eftir og var eins og ávalt
þegar þessi líflegi hópur hittist, kátt á hjalla og tekin nokkur
lög undir handleiðslu lagvissra systra Kristbjargar og
Kristveigar.
Á laugardeginum var svo lagt til atlögu við
Fannborg en
það varð hin mesta þrekraun því að strekkings vindur af suðaustri buldi á gögumönnum svo erfitt reyndist að notast eingöngu við tvo jafnfljóta til að komast upp. En með því að stiðjast við hvort annað og skríða þess á milli á fjórum fótum hafðist að klára fjallgönguna og varð engin fyrir vonbrygðum þegar upp var komið.
Snækollur er rétt fyrir sunnan Fannborg og var ekki laust við að hann liti yfir til okkar með yfirlæti þar sem við hreiktum okkur en hann er 40 m hærri, 1477 m.

Vindin lægði heldur á meðan við vorum uppi á Fannborginni

og var niðurgangan slysalaus.
Næsti áfangi var Hveradalir sem mun vera eitt flottasta hverasvæði landsins.

Ég læt myndirnar tala sínu máli enda verður manni orðavant gangvart máttarvöldunum þegar þau byrtast manni í svo stórbrotnum ham.
Að lokinni göngu var borðuð kjötsúpa að hætti staðarhaldara í Ásgarði og smakkaðist hún vel.

Sunnudagurinn lofaði góðu, það var fallegt og bjart veður.
Lagt var upp frá Hveradölum og gengið í suður eftir
hverasvæðinu og síðan lá leiðin yfir fjallaskarð fyrir flesta nema
Svaninn hennar Soffíu sem lét freistast af ægifögru
hverasvæðinu sem tók á sig nýja mynd við hvert fótmál og
virðist sem vætirnir hafa vélað hann til sín.
Við hin gerðum ráð fyrir því að hitta Svan efst í skarðinu en
ekkert bólaði á honum þegar upp var komið en hópurinn bar
greinilega fullt traust til hans og tók þennan viðskilnað með
stóískri ró og héldu sínu striki og stefndu á Kerlingu. Sama gerði
Svanur en í stað þess að fara á milli fjallanna fór hann utanvert
um fjöllin og náði því að klappa Kerlingu en okkur hinum var sú
leið lokuð því að milli okkar og Kerlingar var ægifögur gljúfur sem voru ekki fær gangandi.

Leiðin er ægifögur með stórbrotnu landslagi og bergmyndunum í fjöllunum og sorfnum gljúfrum að ógleymdum litlum hveradal sem leyndist handan við Hveradal.

Allir komust heilir í skálan og Svanur kom 2,5 klst seinna við
mikin fögnuð göngumeðlima og minnti á týnda soninn í Bibliunni.
Síðasta kvöldmáltýðin var frábær. Kristbjörg og aðstoðarmaður
sáu um að grilla og fór Kristbjörg mikinn við grillið og flamberaði
kjötið en
aðstoðarmaðurinn hafði hægt um sig og grillaði að mikilli yfirvegun.
Nokkrir þurftu að fara til byggða strax að loknum mat en það
kom ekki að sök því mikil stemming var fram eftir kvöldi.





Pepse Max hressir anndan í erfiðum göngum.


















Kerling stendur teinrétt út frá hlíðum fjallsins.
Við urðum að láta okkur nægja að horfa bara, ekki snerta.
Svanur komst alla leið til hennar og tafðist um tvo og hálfan tíma.








Nölla hugsi yfir drollinu.








Kristbjörg fór á kostum við grillið. Eins og sjá má á myndinni er hún að flambera fyrstu porsjónina af lamba hryggvöðvum.
Sjá má að aðstoðargrillarann hallar sé makindalega aftur og lætur sig dreyma um leysiboy-stól.
Kanski tók gangan í.

Frábær ganga með skemmtilegu fólki og á Soffía og meðreiðarsveinar hennar og nefndarfólk þakkir skyldar.

Ég og mín húsfrú hugsum með eftirvæntingu til næstu göngu sem á að vera fyrir vestan nánar tiltekið á Stöndum, undir leiðsögn Óla og Ellu.

Sjáumst í des myndakvöldi.

Tuesday, July 8, 2008

Heitur pottur




Nú loks eftir 20 ára búsetu á Logafold og rúmlega það er hafin framkvæmd við að koma fyrir potti undir svölunum sem gert var ráð fyrir strax við byggingu húsins.
Byrjað var á því að taka til undir svölunum og henda öllu sem þar hafði verið komið fyrir og hreinsað vel til.
Næsta verk var að skvera af þvotthúsið, svo undarlegt sem það er en þar á hitastýrigreiðan fyrir pottinn að staðsetjast, en hún er þannig að hægt er að stjórna hitanum frá pottinum.

Grafa þurfti fyrir pottinum og fékk ég Svan og Ásdísi með mér í verkið, sama dag og úrslitaleikurinn í
EM í fótbolta fór fram. Það vakt athyggli mína að Svanur sparaði sig í eingu við gröftin, en ég hafði fjárfest í skóflum til að spara gröfu sem ég gat fengið í BYKO, og spurði nokkrum sinnu hvort klukkan væri orðin sjö en þá átti leikurinn að hefjast.

Svanur, Ásdís og Sigurbjörn komu og aðstoðuðu á Gamla Rauð með kerru sem Halldór pabbi Svans á og sóttu pottin í Hafnarfjörð hjá Trefjum.
Gengið var frá honum á sinn stað og passaði allt mjög vel og situr hann vel á hellunum sem Guðjón og Alma erfðu okkur af.

Í kvöld kom svo pípari sem ætlar að tengja fyrir okkur pottinn næstkomandi föstudag.

Þetta lofar allt góðu, kanski gengur þetta hraðar fyrir sig en við áttum von á.
Vonandi verður gaman fyrir Svövu, Birnu Líf, Árna Kristinn og Hilmar að prufa herlegheitinn um jólin þegar þau koma og verða hjá okkur.

Sigurbjörn er nú kominn heim frá Nýja Sjálandi okkur foreldrum til mikillrar ánægju.
Því er ekki að leyna að okkar fastskorðaða líf, sem hefur þróast þetta eina ár sem hann hefur verið í burtu, hefur truflast all nokkuð en því er heldur ekki að leyna að það er öllu meira líf í húsinu en áður.
Heimkoma Sigurbjörns var skipulögð þannig að mamma hans átti ekki að vita að hann hafði flýtt ferðinni um nokkra dag til að koma henni á óvart.
Það heppnaðist sérstaklega vel en ég segi frá því síðar.

Myndin er tekin af veislu sem Sigurbjörn héllt okkur Birnu, veisluborð
með öllu tilheyrandi.
Hann fór í Gallery Kjöt og keypti innrilærisvöðva og eldaði eftir eigin uppskrift, alveg frábær matur.
En mér sýndist hann vera heldur hljóðlátur þegar hann kom út úr versluninni og hafði orð á því að þetta væri heldur dýrara en á N.Z.

Ég vona að hann guggni ekki því að halda okkur mútter og gamla veislur þrátt fyrir verðlagið, því steikin var hreint út sagt frábær.

Aftur að pottamálum.
Smiðirnir komu og kláruðu að smíða lárétta hluta sólpalsins utan um pottin, eftir er að smíða láréttu klæðninguna utan um pottinn. Það aftraði okkur ekki frá því að prufan hann. Það gekk hinsvegar brösulega því að frá greiðunni komu drunur og smellir svo að undir tók í húsinu. Alli-pípari kom og skoðaði greiðuna og mældi þrýsting og spurði hvort einhver önnur einkenni kæmu fram varðandi lagnakerfið en ekki var um slíkt að ræða enda hefur ætíð allt verið með feldu varðandi lagnir í húsinu.
Alli hvað upp þann úrskurð hér væri um háþrýstingsvandmál að ræða. Greiðan fyrir pottin væri gerð fyrir 2-4 bör en þrýstingurinn á heita og kaldavatnskerfinu í húsinu væri 5,5 bör og segullokarnir í pottagreiðunni ráða ekki við svo mikin þrýsting.
Ég fór á stúfana að leita af lokum og byrjaði í BYKO eftir að hafa fengið 18% afslátt, en þetta stóra fyrirtæki átti þá ekki til en hálftomman kostaði rúmar 10 þúsund samkvæmt listaverði í tölvunni. Þetta var aðeins öðruvísi í Húsasmiðjunni, þeir áttu ekki til hálftommu loka en afgreiðslumaðurinn sagði glaður í bragði og var greinilega létt að þeir ættu einn treihvarttommu á Selfossi og kostaði hann rúmar 16 þúsnd.
Nú voru góð ráð dýr og þurfti ég að treysta á minni spámenn eins og Ísleif Jónsson, Vatnsvirkjan, Tengi og Vörulager G E J. Allir þessir aðilar áttu þrýstiminnkara á svipuðu verði frá 7 - 9 þúsund nema Vörulagerinn GEJ sem bauð mér treihvart tommuna á rúmar 4 þúsund.
En og aftur eru stóru keðjurnar BYKO og Húsasmiðjan með gloppótann lager og með verðlag sem er á allt annari bylgjulengd en litlu verslanirnar.

En með réttri röðun aðgerða gátum við fyllt pottinn og tók það 10 - 15 mínútur enda góður þrýstingur á kerfinu.
Potturinn var svo vígður af okkur Birnu og Sigurbirni. En fyrst grillaði Sigurbjörn hamborgar upp á svölum í 24°C hita og logni og svo fjölmenntum við þrjú í pottin sem virkaði fínnt, en getum ekki stillt hitan út fyrr en þrýstingur hefur verið lækkaður inn á greiðuna.

Næsta sumar ætlum við að byggja lítið hús í garðinum fyrir litla hugmyndaríka kolla og til að geyma garðáhöld og sláttuvélina.