Friday, June 27, 2008

Einn dagur.


Nú stöndum við Birna í ströngu. Við eru búin að panta
pott frá Trefjum og fáum hann eftir nokkra daga. Hann
verður með hitastýringu og nudd fyrir bak og herðar,
auk þess er hann með lýsingu í þrepinu, svona bara
fyrir lúkkið.



Í dag 27 júní tók Birna frí til að aðstoða við framkvæmdirnar.
Hitagreiða fyrir vatnið í pottinn verður sett upp í
þvottahúsinu með fjarstýringu út í potti. Það var kominn
tími á þvottahúsinu svo að við tókum allt út úr því og ætlum
að reyna henda dóti sem hefur safnast saman í gegnum
árinn en mér líst ekki á að það gangi vel því allir þessir
hlutir hafa minningar og lifna við um leið og þeir
eru handfjallaðir.

Þvottahúsið var málað hólf í gólf og ég er að verða
búinn flísaleggja það. Ég þurfti að bora út úr
veggnum til að leggja heitt vatn og rafmagn út í
pottinn en ég læt mydirnar tala sýnu máli.
Heimreiðin er flott með tré sem tegja sig yfir bílastæðið og
blómstrandi runnum en í kring. Ekki er það
heldur leitt að hafa nýasta leikfangið hennar Birnu
stillt upp fyrir framan bílskúrinn.
Birna bíður spent eftir því að bjöða nafna mínum
og nöfnu sinni í bíltúr.


Það var þessi fíni dinner þegar ég kom inn í hádeginu
eftir að hafa verið að fjarlægja tré við svalirnar og rótina sem
var helv.... puð og bora göt í gegnum sökkulinn
undir svölunum.

Dagurinn lofar góðu enda alltaf góðir dagar þegar betri helmingurinn er með.






Eftir að hafa eldað hrefnukjöt í
kvöldmat að
hætti hússins fórum við í kvöldgöngu upp í
rjóðrið ofan við Voginn og nutum kvöldsólarinnar
sem skartaði sínu fegursta fyrir okkur fram
undir miðnætti.




















Monday, June 23, 2008

30 ára afmæli Svans og reisugilli





Svanur og Ásdís héldu reisugilli og 30 ára afmæli
Svans með ættingjum og vinum. Búið vað að skreyta
allt mjög vel, Það gerðu Kristbjörg og Birna.
Svanur stóð við grillið og grillaði stóra borgara með
sérbökuðu brauði. Ásdís tók á móti gestum á
sinn glaðværa og þægilega hátt. Boðið var
uppá gos, bjór og léttvín með borgurunum.
Flott veisla. Mamma Svans sá um eftirréttinn sem var
stór ostabakki og afmælinsköku sem smakkaðist
alver frábærlega.

Á sama tíma var fótbotaleikur í EM milli Hollendinga og Rússa
og eins og myndirnar sýna beinast allra augu, allavega
karlanna, að litlum tv-kassa.

Ég má til með að minnast á loftinn, því ekki var annað
að sjá að eftir að þýski málarinn hafði farið
höndum um loftin að það væri óaðfinnananlegt
handbragð á uppsetingu gifs platnanna og sannast því hið fornkveðna að ekki er allt fengið með útlitinu.

Tuesday, June 17, 2008

17. Júní 2008



Við Birna byrjuðum daginn á því að þvo bílanna og tók það drjúgan tíma enda eru þeir 5.
Að því loknu fórum við niður í bæ og gengum um og nutum góða veðursins. Það var nokkuð svalt þar sem ekki var skjól svo að við drifum okkur heim í garð og fengum okkur kaffi og eru myndirnar teknar að því tilefni. Það var hlítt og notalegt í garðinum og tókum við því rólega enda ætluðu Ásdís og Svanur að koma í mat.
Vorum með risa humar og nýja ýsu í matinn. Þau voru nokkurð
dösuð eftir hestaferðina sem var að mér skilst norður og svo
aftur suður með Þjórsá.

Í Hveragerði með Svavari og Kristbjörgu.






Við fórum með Svavari og Kristbjörgu í Hveragerði
að skoða ummerki eftir jarðskjálftana og að kaupa
garðplöntur.
Það var ausandi rigning á Hellisheði og leist okkur ekki
meir en svo á veðrið en það hafði verið gott í Reykjavík
þegar við lögðum af stað.
Við skoðuðum hveri sem höfðu myndast við
Gróðurstöðina ofan við bæinn en það er alveg magnað
að sjá þá koma upp úr grasinu og bulla með leir
drullu yfir grasið.
Við versluðum nokkra blómstrandi runna sem
eiga koma með fagurrauð blóm en við verðum að
sjá til hvernig úr rædist með þá því mér fannst vera full mikið suðrænt yfirbragð á þeim.
Svavar og Kristbjörg buðu okkur í kaffi og flatbrauð,
sem þau segja að allir sem til Hveragerðis koma,
verði að smakka enda var það mjög gott.
Það fór nánast allur dagurinn í þetta og ég held
að við öll höfum haft gaman af.


Síðasta myndin af Kristbjörgu og Svavari er tekin
þegar þau voru að fara í útskriftarveislur hjá Ómari
syni Kollu og Ómars og Halldóri Svavari, syni Ingunnar
og Sigurðar, ég mátti til að smella af þeim mynd enda
voru þau stórglæsileg eins og myndin ber með sér.








Wednesday, June 4, 2008

Nýja húsið þeirra Ásdísar og Svans







Ásdís og Svanur eru nú búin að kaupa sér
209 ferm hús í Goðakór í Kópavogi.
Við Birna eru svo heppin að fá tækifæri
til þess að koma örlítið að og aðstoða
þau við að undirbúa fyrir innflutning í
höllina þeirra sem er í funkisstíl.
Útsýnið er einstakt og húsið í alla staði
frábært með stóru sameiginlegu rými
þar sem koma saman stofa, borðstofa
og eldhús og litlu gangsvæði með hjónaherb
og barnaherbergi ásamt svölum sem eru
stórar og gengið bæði út á frá hjónaherb og
einnig borðstofusvæði. Allt þetta er á
efri hæð en gengið er inn í húsið á fyrstu hæð
inn í forstofu þar sem eru tvö stór herbergi
og baðherbergi. Gert er ráð fyrir því að
hægt sé að loka gangi og útbúa lítla íbúð með
sér inngangi.
Á vinstri hönd er gengið inn í þvottahús,
geymslu og í bílskúr eða beinnt áfram og
upp stiga upp á efri hæðina.
Ágætlega stór garður með góðum möguleikum
til útiveru er hringinn í kringum húsið.
.
Myndirnar eru af okkur Svani, Árna og Inga við að
setja upp gifsplötur í loftin. Svanur hafði samið við
þýskan strák að spasla loftin fyrir 12-hundruð kall
á fermetran sem þótti lágt. Einhverjar áhyggjur
hefur þjóðverjinn haft af þessu því hann kom að
máli við Svan og var að leiðbeina honum pent öðru
hvoru en málarinn var að vinna á neðri hæðinni
við að spasla. Svanur var farinn að hafa áhyggjur
af þessum ábendingum og spurði hvort
uppsetningin á gifsplötunum væri ekki í lagi.
Þjóðverjinn horfði á hann alvarlegur og sagði að
hann hefði séð það verra og jafnvel hjá einum smið.
Svo bætti hann við ,,þið eruð svo margir að ég
hélt að minnstakosti einn hefði vit á þessu".

Svona var það!!

Til hamingju krakkar.

Mazda sport RX8




Á dögunum keypti Birna sér Rx8 Mösdu sem
hún hefur lengi haft áhuga á að eignast. Það tók
hana ekki nema rúmlega 30 mín að festa sér
bílinn og var gengið frá kaupunum samdægurs.
Daginn eftir hringdi Birna í Vöku bílaflutninsfyrirtækið,
sem keyrði nýja sportbílinn
rakleitt á verkstæði vegna þess að nýji eigandinn
hafði startað bílnum oft og lengi og gefið honum
svo rækilega inn af bensíni að hann fór ekki
í gang.
Vonandi sannast máltækið að
fall sé fararheill. Á verkstæði
Brimborgar var Birna boðuð í
ökutíma til þess að læra að aka
þessum merkisbíl sem er með
stórmerkilega vél sem nefnd er
eftir þýskum uppfynningamanni
sem hét Wankel.