Tuesday, June 17, 2008
Í Hveragerði með Svavari og Kristbjörgu.
Við fórum með Svavari og Kristbjörgu í Hveragerði
að skoða ummerki eftir jarðskjálftana og að kaupa
garðplöntur.
Það var ausandi rigning á Hellisheði og leist okkur ekki
þegar við lögðum af stað.
Við skoðuðum hveri sem höfðu myndast við
Gróðurstöðina ofan við bæinn en það er alveg magnað
að sjá þá koma upp úr grasinu og bulla með leir
drullu yfir grasið.
Við versluðum nokkra blómstrandi runna sem
eiga koma með fagurrauð blóm en við verðum að
sjá til hvernig úr rædist með þá því mér fannst vera full mikið suðrænt yfirbragð á þeim.
Svavar og Kristbjörg buðu okkur í kaffi og flatbrauð,
verði að smakka enda var það mjög gott.
Það fór nánast allur dagurinn í þetta og ég held
að við öll höfum haft gaman af.
Síðasta myndin af Kristbjörgu og Svavari er tekin
þegar þau voru að fara í útskriftarveislur hjá Ómari
syni Kollu og Ómars og Halldóri Svavari, syni Ingunnar
og Sigurðar, ég mátti til að smella af þeim mynd enda
voru þau stórglæsileg eins og myndin ber með sér.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment