Friday, October 17, 2008

Klíkan heimsækir Magga og Þórunni á Skrauthólum











Þann 10. október 2008 var lagt land undir fót til Þýskalands og gert innlit hjá Magga og Þórunni á Skrauthólum. Það var sannarlega eftirvænting í fyrir þessari ferð enda fóru allir Klíkumeðlimir í ferðina sem burði höfðu til þess. Skoðanaskipti urðu vegna hrunsins í bankakerfinu og var ekki laust við menn hefðu áhyggjur fyrir ferðina en fríunarorð Magga og Þórunnar s.s. athugasemdir Magga með ábendingar um elliheimili ýtti við öllum og var því ekki litð um öxl eftir það. Magnús benti líka á að þrátt fyrir að óáran ríkti í bankaheiminum á Íslandi starfaði MÓ-bankinn í Þýskalandi og væri fær um að lána lánlausum Íslendingum skotsilfur.
Lagt var upp með að ekki mætti ræða bankahrun eða peningamál sem gekk eftir.


Ferðalagið gekk með ágætum og enda þótt sjálfskipaðir fararstjórar væru tilbúnir að hrifsa hana
af Jóni en hann sýndi hvers hann er umkomin og hélt stöðu sinni með glæsibrag og leiddi okkur eftir völundarhúsi járnbananna á Bónusverði með öryggi sem


jafnvel Magnús Ó. lýsti furðu sinni yfir.

Mótökur húsbænda á Skrauthólum var með þýsku yfirbragði, dökkur bjór, hvítur bjór, ljósbjór, Riesling hvítvín og rauðvín og með þessu veigum var borið fram dýrindis ostar. Að loknum skoðunarferðum um húsið sem er vel við vöxt grillaði Maggi þýskar pylsur. Kvöldið varð hið fjörugasta eins og vænta mátti.

Dvölin varð hin skemmtilegasta enda trufluðu ekki verslunarferðir gjaldeyrisvana Klíku.






Frábær móttaka hjá húsbændum á Skrauthólum. Gísli búin að finna stólinn sinn.














Ekki sem verstur.






Það vantar greinilega ekkert í tilveruna..... er þaðekki.
Flottar konur!!!!











Glæsilegt útsýni af svölum Skrauthóala.









Skógarferð í frábæru veðri.










Hvílíkur hópur!!!!!!!!!!!!!!!!









Skyldi þorsti plaga þetta fólk????












Hvað er yndislegra en að láta færa sér kollu af bjór og það er ótrúlegt en satt, hún getur kallað fram það fegursta í manninum.










Tyrðilmýrabændur háðu harða samkeppni yfir grillunum. Annar með kolagrill og hinn með gasgrill. Hvor hafði sigur .... ég læt myndirnar tala sínu máli.


















Magnús leggur mat á frammistöðu Jenna og virðist ekki jafn upprifinn og grillmeistarinn.









Hver var að hugsa um Landsb..... rauðvín eða hvað!!!!!!!!!











Nautn.....









Gísli leggur sitt að mörkum við kvöldverðinn en Siggi virðist
undrandi yfir frammistöðinni.














Flottir karlar......





Hvað skyldi Páll hafa hvíslað í eyra Þóreyjar.... eitthvað gamalt og gott!!!!!!!!!!!











Hvað skyldi ég hafa gert nú ..... kannski er allt í lagi....












Jens að deila út snafsi; minnti á gamla daga þegar blankheit hrjáði Klíkuna og notaðir voru þvagpokar til að smygla vodka inn í Glaumbæ.








Kvöldverður á grískum veitingastað í húsi frá 17. öld.











Þetta er almennileg pylsa!!!!!!!!!!!!!!!

Tuesday, July 29, 2008

Sárir og súrir í Kerlingafjöllum 2008



Um síðustu helgi var hin árlega ganga gönguklúppsins Sárra
og Súrra fóta.
Þetta skiptið var stefnan tekin á Kerlingafjöll. Gangan var
höfð í styttra lagi í þetta skiptið og voru þrjár gistinætur
látnar duga. Mætt var í Ásgarð í Kerlingafjöllum á föstudagskvöldinu þann 26. júní og var fín þátttaka.
Spjallað og skrafað var fram eftir og var eins og ávalt
þegar þessi líflegi hópur hittist, kátt á hjalla og tekin nokkur
lög undir handleiðslu lagvissra systra Kristbjargar og
Kristveigar.
Á laugardeginum var svo lagt til atlögu við
Fannborg en
það varð hin mesta þrekraun því að strekkings vindur af suðaustri buldi á gögumönnum svo erfitt reyndist að notast eingöngu við tvo jafnfljóta til að komast upp. En með því að stiðjast við hvort annað og skríða þess á milli á fjórum fótum hafðist að klára fjallgönguna og varð engin fyrir vonbrygðum þegar upp var komið.
Snækollur er rétt fyrir sunnan Fannborg og var ekki laust við að hann liti yfir til okkar með yfirlæti þar sem við hreiktum okkur en hann er 40 m hærri, 1477 m.

Vindin lægði heldur á meðan við vorum uppi á Fannborginni

og var niðurgangan slysalaus.
Næsti áfangi var Hveradalir sem mun vera eitt flottasta hverasvæði landsins.

Ég læt myndirnar tala sínu máli enda verður manni orðavant gangvart máttarvöldunum þegar þau byrtast manni í svo stórbrotnum ham.
Að lokinni göngu var borðuð kjötsúpa að hætti staðarhaldara í Ásgarði og smakkaðist hún vel.

Sunnudagurinn lofaði góðu, það var fallegt og bjart veður.
Lagt var upp frá Hveradölum og gengið í suður eftir
hverasvæðinu og síðan lá leiðin yfir fjallaskarð fyrir flesta nema
Svaninn hennar Soffíu sem lét freistast af ægifögru
hverasvæðinu sem tók á sig nýja mynd við hvert fótmál og
virðist sem vætirnir hafa vélað hann til sín.
Við hin gerðum ráð fyrir því að hitta Svan efst í skarðinu en
ekkert bólaði á honum þegar upp var komið en hópurinn bar
greinilega fullt traust til hans og tók þennan viðskilnað með
stóískri ró og héldu sínu striki og stefndu á Kerlingu. Sama gerði
Svanur en í stað þess að fara á milli fjallanna fór hann utanvert
um fjöllin og náði því að klappa Kerlingu en okkur hinum var sú
leið lokuð því að milli okkar og Kerlingar var ægifögur gljúfur sem voru ekki fær gangandi.

Leiðin er ægifögur með stórbrotnu landslagi og bergmyndunum í fjöllunum og sorfnum gljúfrum að ógleymdum litlum hveradal sem leyndist handan við Hveradal.

Allir komust heilir í skálan og Svanur kom 2,5 klst seinna við
mikin fögnuð göngumeðlima og minnti á týnda soninn í Bibliunni.
Síðasta kvöldmáltýðin var frábær. Kristbjörg og aðstoðarmaður
sáu um að grilla og fór Kristbjörg mikinn við grillið og flamberaði
kjötið en
aðstoðarmaðurinn hafði hægt um sig og grillaði að mikilli yfirvegun.
Nokkrir þurftu að fara til byggða strax að loknum mat en það
kom ekki að sök því mikil stemming var fram eftir kvöldi.





Pepse Max hressir anndan í erfiðum göngum.


















Kerling stendur teinrétt út frá hlíðum fjallsins.
Við urðum að láta okkur nægja að horfa bara, ekki snerta.
Svanur komst alla leið til hennar og tafðist um tvo og hálfan tíma.








Nölla hugsi yfir drollinu.








Kristbjörg fór á kostum við grillið. Eins og sjá má á myndinni er hún að flambera fyrstu porsjónina af lamba hryggvöðvum.
Sjá má að aðstoðargrillarann hallar sé makindalega aftur og lætur sig dreyma um leysiboy-stól.
Kanski tók gangan í.

Frábær ganga með skemmtilegu fólki og á Soffía og meðreiðarsveinar hennar og nefndarfólk þakkir skyldar.

Ég og mín húsfrú hugsum með eftirvæntingu til næstu göngu sem á að vera fyrir vestan nánar tiltekið á Stöndum, undir leiðsögn Óla og Ellu.

Sjáumst í des myndakvöldi.

Tuesday, July 8, 2008

Heitur pottur




Nú loks eftir 20 ára búsetu á Logafold og rúmlega það er hafin framkvæmd við að koma fyrir potti undir svölunum sem gert var ráð fyrir strax við byggingu húsins.
Byrjað var á því að taka til undir svölunum og henda öllu sem þar hafði verið komið fyrir og hreinsað vel til.
Næsta verk var að skvera af þvotthúsið, svo undarlegt sem það er en þar á hitastýrigreiðan fyrir pottinn að staðsetjast, en hún er þannig að hægt er að stjórna hitanum frá pottinum.

Grafa þurfti fyrir pottinum og fékk ég Svan og Ásdísi með mér í verkið, sama dag og úrslitaleikurinn í
EM í fótbolta fór fram. Það vakt athyggli mína að Svanur sparaði sig í eingu við gröftin, en ég hafði fjárfest í skóflum til að spara gröfu sem ég gat fengið í BYKO, og spurði nokkrum sinnu hvort klukkan væri orðin sjö en þá átti leikurinn að hefjast.

Svanur, Ásdís og Sigurbjörn komu og aðstoðuðu á Gamla Rauð með kerru sem Halldór pabbi Svans á og sóttu pottin í Hafnarfjörð hjá Trefjum.
Gengið var frá honum á sinn stað og passaði allt mjög vel og situr hann vel á hellunum sem Guðjón og Alma erfðu okkur af.

Í kvöld kom svo pípari sem ætlar að tengja fyrir okkur pottinn næstkomandi föstudag.

Þetta lofar allt góðu, kanski gengur þetta hraðar fyrir sig en við áttum von á.
Vonandi verður gaman fyrir Svövu, Birnu Líf, Árna Kristinn og Hilmar að prufa herlegheitinn um jólin þegar þau koma og verða hjá okkur.

Sigurbjörn er nú kominn heim frá Nýja Sjálandi okkur foreldrum til mikillrar ánægju.
Því er ekki að leyna að okkar fastskorðaða líf, sem hefur þróast þetta eina ár sem hann hefur verið í burtu, hefur truflast all nokkuð en því er heldur ekki að leyna að það er öllu meira líf í húsinu en áður.
Heimkoma Sigurbjörns var skipulögð þannig að mamma hans átti ekki að vita að hann hafði flýtt ferðinni um nokkra dag til að koma henni á óvart.
Það heppnaðist sérstaklega vel en ég segi frá því síðar.

Myndin er tekin af veislu sem Sigurbjörn héllt okkur Birnu, veisluborð
með öllu tilheyrandi.
Hann fór í Gallery Kjöt og keypti innrilærisvöðva og eldaði eftir eigin uppskrift, alveg frábær matur.
En mér sýndist hann vera heldur hljóðlátur þegar hann kom út úr versluninni og hafði orð á því að þetta væri heldur dýrara en á N.Z.

Ég vona að hann guggni ekki því að halda okkur mútter og gamla veislur þrátt fyrir verðlagið, því steikin var hreint út sagt frábær.

Aftur að pottamálum.
Smiðirnir komu og kláruðu að smíða lárétta hluta sólpalsins utan um pottin, eftir er að smíða láréttu klæðninguna utan um pottinn. Það aftraði okkur ekki frá því að prufan hann. Það gekk hinsvegar brösulega því að frá greiðunni komu drunur og smellir svo að undir tók í húsinu. Alli-pípari kom og skoðaði greiðuna og mældi þrýsting og spurði hvort einhver önnur einkenni kæmu fram varðandi lagnakerfið en ekki var um slíkt að ræða enda hefur ætíð allt verið með feldu varðandi lagnir í húsinu.
Alli hvað upp þann úrskurð hér væri um háþrýstingsvandmál að ræða. Greiðan fyrir pottin væri gerð fyrir 2-4 bör en þrýstingurinn á heita og kaldavatnskerfinu í húsinu væri 5,5 bör og segullokarnir í pottagreiðunni ráða ekki við svo mikin þrýsting.
Ég fór á stúfana að leita af lokum og byrjaði í BYKO eftir að hafa fengið 18% afslátt, en þetta stóra fyrirtæki átti þá ekki til en hálftomman kostaði rúmar 10 þúsund samkvæmt listaverði í tölvunni. Þetta var aðeins öðruvísi í Húsasmiðjunni, þeir áttu ekki til hálftommu loka en afgreiðslumaðurinn sagði glaður í bragði og var greinilega létt að þeir ættu einn treihvarttommu á Selfossi og kostaði hann rúmar 16 þúsnd.
Nú voru góð ráð dýr og þurfti ég að treysta á minni spámenn eins og Ísleif Jónsson, Vatnsvirkjan, Tengi og Vörulager G E J. Allir þessir aðilar áttu þrýstiminnkara á svipuðu verði frá 7 - 9 þúsund nema Vörulagerinn GEJ sem bauð mér treihvart tommuna á rúmar 4 þúsund.
En og aftur eru stóru keðjurnar BYKO og Húsasmiðjan með gloppótann lager og með verðlag sem er á allt annari bylgjulengd en litlu verslanirnar.

En með réttri röðun aðgerða gátum við fyllt pottinn og tók það 10 - 15 mínútur enda góður þrýstingur á kerfinu.
Potturinn var svo vígður af okkur Birnu og Sigurbirni. En fyrst grillaði Sigurbjörn hamborgar upp á svölum í 24°C hita og logni og svo fjölmenntum við þrjú í pottin sem virkaði fínnt, en getum ekki stillt hitan út fyrr en þrýstingur hefur verið lækkaður inn á greiðuna.

Næsta sumar ætlum við að byggja lítið hús í garðinum fyrir litla hugmyndaríka kolla og til að geyma garðáhöld og sláttuvélina.

Friday, June 27, 2008

Einn dagur.


Nú stöndum við Birna í ströngu. Við eru búin að panta
pott frá Trefjum og fáum hann eftir nokkra daga. Hann
verður með hitastýringu og nudd fyrir bak og herðar,
auk þess er hann með lýsingu í þrepinu, svona bara
fyrir lúkkið.



Í dag 27 júní tók Birna frí til að aðstoða við framkvæmdirnar.
Hitagreiða fyrir vatnið í pottinn verður sett upp í
þvottahúsinu með fjarstýringu út í potti. Það var kominn
tími á þvottahúsinu svo að við tókum allt út úr því og ætlum
að reyna henda dóti sem hefur safnast saman í gegnum
árinn en mér líst ekki á að það gangi vel því allir þessir
hlutir hafa minningar og lifna við um leið og þeir
eru handfjallaðir.

Þvottahúsið var málað hólf í gólf og ég er að verða
búinn flísaleggja það. Ég þurfti að bora út úr
veggnum til að leggja heitt vatn og rafmagn út í
pottinn en ég læt mydirnar tala sýnu máli.
Heimreiðin er flott með tré sem tegja sig yfir bílastæðið og
blómstrandi runnum en í kring. Ekki er það
heldur leitt að hafa nýasta leikfangið hennar Birnu
stillt upp fyrir framan bílskúrinn.
Birna bíður spent eftir því að bjöða nafna mínum
og nöfnu sinni í bíltúr.


Það var þessi fíni dinner þegar ég kom inn í hádeginu
eftir að hafa verið að fjarlægja tré við svalirnar og rótina sem
var helv.... puð og bora göt í gegnum sökkulinn
undir svölunum.

Dagurinn lofar góðu enda alltaf góðir dagar þegar betri helmingurinn er með.






Eftir að hafa eldað hrefnukjöt í
kvöldmat að
hætti hússins fórum við í kvöldgöngu upp í
rjóðrið ofan við Voginn og nutum kvöldsólarinnar
sem skartaði sínu fegursta fyrir okkur fram
undir miðnætti.




















Monday, June 23, 2008

30 ára afmæli Svans og reisugilli





Svanur og Ásdís héldu reisugilli og 30 ára afmæli
Svans með ættingjum og vinum. Búið vað að skreyta
allt mjög vel, Það gerðu Kristbjörg og Birna.
Svanur stóð við grillið og grillaði stóra borgara með
sérbökuðu brauði. Ásdís tók á móti gestum á
sinn glaðværa og þægilega hátt. Boðið var
uppá gos, bjór og léttvín með borgurunum.
Flott veisla. Mamma Svans sá um eftirréttinn sem var
stór ostabakki og afmælinsköku sem smakkaðist
alver frábærlega.

Á sama tíma var fótbotaleikur í EM milli Hollendinga og Rússa
og eins og myndirnar sýna beinast allra augu, allavega
karlanna, að litlum tv-kassa.

Ég má til með að minnast á loftinn, því ekki var annað
að sjá að eftir að þýski málarinn hafði farið
höndum um loftin að það væri óaðfinnananlegt
handbragð á uppsetingu gifs platnanna og sannast því hið fornkveðna að ekki er allt fengið með útlitinu.

Tuesday, June 17, 2008

17. Júní 2008



Við Birna byrjuðum daginn á því að þvo bílanna og tók það drjúgan tíma enda eru þeir 5.
Að því loknu fórum við niður í bæ og gengum um og nutum góða veðursins. Það var nokkuð svalt þar sem ekki var skjól svo að við drifum okkur heim í garð og fengum okkur kaffi og eru myndirnar teknar að því tilefni. Það var hlítt og notalegt í garðinum og tókum við því rólega enda ætluðu Ásdís og Svanur að koma í mat.
Vorum með risa humar og nýja ýsu í matinn. Þau voru nokkurð
dösuð eftir hestaferðina sem var að mér skilst norður og svo
aftur suður með Þjórsá.