Friday, October 17, 2008

Klíkan heimsækir Magga og Þórunni á Skrauthólum











Þann 10. október 2008 var lagt land undir fót til Þýskalands og gert innlit hjá Magga og Þórunni á Skrauthólum. Það var sannarlega eftirvænting í fyrir þessari ferð enda fóru allir Klíkumeðlimir í ferðina sem burði höfðu til þess. Skoðanaskipti urðu vegna hrunsins í bankakerfinu og var ekki laust við menn hefðu áhyggjur fyrir ferðina en fríunarorð Magga og Þórunnar s.s. athugasemdir Magga með ábendingar um elliheimili ýtti við öllum og var því ekki litð um öxl eftir það. Magnús benti líka á að þrátt fyrir að óáran ríkti í bankaheiminum á Íslandi starfaði MÓ-bankinn í Þýskalandi og væri fær um að lána lánlausum Íslendingum skotsilfur.
Lagt var upp með að ekki mætti ræða bankahrun eða peningamál sem gekk eftir.


Ferðalagið gekk með ágætum og enda þótt sjálfskipaðir fararstjórar væru tilbúnir að hrifsa hana
af Jóni en hann sýndi hvers hann er umkomin og hélt stöðu sinni með glæsibrag og leiddi okkur eftir völundarhúsi járnbananna á Bónusverði með öryggi sem


jafnvel Magnús Ó. lýsti furðu sinni yfir.

Mótökur húsbænda á Skrauthólum var með þýsku yfirbragði, dökkur bjór, hvítur bjór, ljósbjór, Riesling hvítvín og rauðvín og með þessu veigum var borið fram dýrindis ostar. Að loknum skoðunarferðum um húsið sem er vel við vöxt grillaði Maggi þýskar pylsur. Kvöldið varð hið fjörugasta eins og vænta mátti.

Dvölin varð hin skemmtilegasta enda trufluðu ekki verslunarferðir gjaldeyrisvana Klíku.






Frábær móttaka hjá húsbændum á Skrauthólum. Gísli búin að finna stólinn sinn.














Ekki sem verstur.






Það vantar greinilega ekkert í tilveruna..... er þaðekki.
Flottar konur!!!!











Glæsilegt útsýni af svölum Skrauthóala.









Skógarferð í frábæru veðri.










Hvílíkur hópur!!!!!!!!!!!!!!!!









Skyldi þorsti plaga þetta fólk????












Hvað er yndislegra en að láta færa sér kollu af bjór og það er ótrúlegt en satt, hún getur kallað fram það fegursta í manninum.










Tyrðilmýrabændur háðu harða samkeppni yfir grillunum. Annar með kolagrill og hinn með gasgrill. Hvor hafði sigur .... ég læt myndirnar tala sínu máli.


















Magnús leggur mat á frammistöðu Jenna og virðist ekki jafn upprifinn og grillmeistarinn.









Hver var að hugsa um Landsb..... rauðvín eða hvað!!!!!!!!!











Nautn.....









Gísli leggur sitt að mörkum við kvöldverðinn en Siggi virðist
undrandi yfir frammistöðinni.














Flottir karlar......





Hvað skyldi Páll hafa hvíslað í eyra Þóreyjar.... eitthvað gamalt og gott!!!!!!!!!!!











Hvað skyldi ég hafa gert nú ..... kannski er allt í lagi....












Jens að deila út snafsi; minnti á gamla daga þegar blankheit hrjáði Klíkuna og notaðir voru þvagpokar til að smygla vodka inn í Glaumbæ.








Kvöldverður á grískum veitingastað í húsi frá 17. öld.











Þetta er almennileg pylsa!!!!!!!!!!!!!!!