Tuesday, June 17, 2008

17. Júní 2008



Við Birna byrjuðum daginn á því að þvo bílanna og tók það drjúgan tíma enda eru þeir 5.
Að því loknu fórum við niður í bæ og gengum um og nutum góða veðursins. Það var nokkuð svalt þar sem ekki var skjól svo að við drifum okkur heim í garð og fengum okkur kaffi og eru myndirnar teknar að því tilefni. Það var hlítt og notalegt í garðinum og tókum við því rólega enda ætluðu Ásdís og Svanur að koma í mat.
Vorum með risa humar og nýja ýsu í matinn. Þau voru nokkurð
dösuð eftir hestaferðina sem var að mér skilst norður og svo
aftur suður með Þjórsá.

2 comments:

Svava Kristinsdóttir said...

Þetta er aldeilis notalegt hjá ykkur og garðurinn lítur rosalega vel út hjá þér pabbi

Hilmar Kjartansson said...

flott blogg hja ther, otrulega er allt graent tharna hja ykkur

kv hilmar