Wednesday, June 4, 2008

Nýja húsið þeirra Ásdísar og Svans







Ásdís og Svanur eru nú búin að kaupa sér
209 ferm hús í Goðakór í Kópavogi.
Við Birna eru svo heppin að fá tækifæri
til þess að koma örlítið að og aðstoða
þau við að undirbúa fyrir innflutning í
höllina þeirra sem er í funkisstíl.
Útsýnið er einstakt og húsið í alla staði
frábært með stóru sameiginlegu rými
þar sem koma saman stofa, borðstofa
og eldhús og litlu gangsvæði með hjónaherb
og barnaherbergi ásamt svölum sem eru
stórar og gengið bæði út á frá hjónaherb og
einnig borðstofusvæði. Allt þetta er á
efri hæð en gengið er inn í húsið á fyrstu hæð
inn í forstofu þar sem eru tvö stór herbergi
og baðherbergi. Gert er ráð fyrir því að
hægt sé að loka gangi og útbúa lítla íbúð með
sér inngangi.
Á vinstri hönd er gengið inn í þvottahús,
geymslu og í bílskúr eða beinnt áfram og
upp stiga upp á efri hæðina.
Ágætlega stór garður með góðum möguleikum
til útiveru er hringinn í kringum húsið.
.
Myndirnar eru af okkur Svani, Árna og Inga við að
setja upp gifsplötur í loftin. Svanur hafði samið við
þýskan strák að spasla loftin fyrir 12-hundruð kall
á fermetran sem þótti lágt. Einhverjar áhyggjur
hefur þjóðverjinn haft af þessu því hann kom að
máli við Svan og var að leiðbeina honum pent öðru
hvoru en málarinn var að vinna á neðri hæðinni
við að spasla. Svanur var farinn að hafa áhyggjur
af þessum ábendingum og spurði hvort
uppsetningin á gifsplötunum væri ekki í lagi.
Þjóðverjinn horfði á hann alvarlegur og sagði að
hann hefði séð það verra og jafnvel hjá einum smið.
Svo bætti hann við ,,þið eruð svo margir að ég
hélt að minnstakosti einn hefði vit á þessu".

Svona var það!!

Til hamingju krakkar.

3 comments:

Disa said...

já takk kærlega fyrir hjálpina! þetta var nú engin smá hjálp, bróður parturinn af helginni fór í þetta hjá ykkur! :)

Kveðja,
Ásdís og Svanur

Svava Kristinsdóttir said...

Þetta lítur rosalega vel út hja ykkur
Þetta vekur upp minningar frá þeim tíma þegar við vorum að vinna í húsinu í Grafarvoginum ...gaman að geta fylgst með ykkur hérna á síðunni hans pabba

Disa said...

já þetta minnir mann bara svoldið á það... nema nú er maður í hlutverkinu sem mamma og pabbi voru í og það er töluvert skemtilegra ;) Ég man nú ekki eftir því að hafa kunnað að meta þessa vinnusemi þeirra neitt sérstaklega þegar ég var krakki... endalaust verið að vinna í þessu húsi ;)