Monday, October 11, 2010

Hæ andfættlingar og álsúrir!

Haustið hefur verið gott við okkur mörlandana. Við mamma þín fórum í golf með Svani, Kristínu Elku og Ásdísi á laugardeginum (9/10 10) í frábæru veðri. Þegar því lauk um hádegið fórum við með ömmu og afa á Laugarvatn að njóta haustlitanna á Þingvöllum og tókum smá hring á Laugavatni og hafði Svavar frá ýmsu að segja. Á sunnudeginum fórum við mamma þín í golf og spiluðum 18 holur í 17° hita upp í Mosfellsdal. Komum heim og nutum blíðviðriðsins eins og sést á einni myndinni týndi Birna reyniber og bjó til sultu úr þeim.
Ekki meira að sinni. Njótið myndanna.

Pabbi