Nú loks eftir 20 ára búsetu á Logafold og rúmlega það er hafin framkvæmd við að koma fyrir potti undir svölunum sem gert var ráð fyrir strax við byggingu húsins.
Byrjað var á því að taka til undir svölunum og henda öllu sem þar hafði verið komið fyrir og hreinsað vel til.
Næsta verk var að skvera af þvotthúsið, svo undarlegt sem það er en þar á hitastýrigreiðan fyrir pottinn að staðsetjast, en hún er þannig að hægt er að stjórna hitanum frá pottinum.
Grafa þurfti fyrir pottinum og fékk ég Svan og Ásdísi með mér í verkið, sama dag og úrslitaleikurinn í
EM í fótbolta fór fram. Það vakt athyggli mína að Svanur sparaði sig í eingu við gröftin, en ég hafði fjárfest í skóflum til að spara gröfu sem ég gat fengið í BYKO, og spurði nokkrum sinnu hvort klukkan væri orðin sjö en þá átti leikurinn að hefjast.
Svanur, Ásdís og Sigurbjörn komu og aðstoðuðu á Gamla Rauð með kerru sem Halldór pabbi Svans á og sóttu pottin í Hafnarfjörð hjá Trefjum.
Gengið var frá honum á sinn stað og passaði allt mjög vel og situr hann vel á hellunum sem Guðjón og Alma erfðu okkur af.
Í kvöld kom svo pípari sem ætlar að tengja fyrir okkur pottinn næstkomandi föstudag.
Þetta lofar allt góðu, kanski gengur þetta hraðar fyrir sig en við áttum von á.
Vonandi verður gaman fyrir Svövu, Birnu Líf, Árna Kristinn og Hilmar að prufa herlegheitinn um jólin þegar þau koma og verða hjá okkur.
Því er ekki að leyna að okkar fastskorðaða líf, sem hefur þróast þetta eina ár sem hann hefur verið í burtu, hefur truflast all nokkuð en því er heldur ekki að leyna að það er öllu meira líf í húsinu en áður.
Það heppnaðist sérstaklega vel en ég segi frá því síðar.
Myndin er tekin af veislu sem Sigurbjörn héllt okkur Birnu, veisluborð
með öllu tilheyrandi.
Hann fór í Gallery Kjöt og keypti innrilærisvöðva og eldaði eftir eigin uppskrift, alveg frábær matur.
En mér sýndist hann vera heldur hljóðlátur þegar hann kom út úr versluninni og hafði orð á því að þetta væri heldur dýrara en á N.Z.
Ég vona að hann guggni ekki því að halda okkur mútter og gamla veislur þrátt fyrir verðlagið, því steikin var hreint út sagt frábær.
Aftur að pottamálum.
Smiðirnir komu og kláruðu að smíða lárétta hluta sólpalsins utan um pottin, eftir er að smíða láréttu klæðninguna utan um pottinn. Það aftraði okkur ekki frá því að prufan hann. Það gekk hinsvegar brösulega því að frá greiðunni komu drunur og smellir svo að undir tók í húsinu. Alli-pípari kom og skoðaði greiðuna og mældi þrýsting og spurði hvort einhver önnur einkenni kæmu fram varðandi lagnakerfið en ekki var um slíkt að ræða enda hefur ætíð allt verið með feldu varðandi lagnir í húsinu.
Alli hvað upp þann úrskurð hér væri um háþrýstingsvandmál að ræða. Greiðan fyrir pottin væri gerð fyrir 2-4 bör en þrýstingurinn á heita og kaldavatnskerfinu í húsinu væri 5,5 bör og segullokarnir í pottagreiðunni ráða ekki við svo mikin þrýsting.
Ég fór á stúfana að leita af lokum og byrjaði í BYKO eftir að hafa fengið 18% afslátt, en þetta stóra fyrirtæki átti þá ekki til en hálftomman kostaði rúmar 10 þúsund samkvæmt listaverði í tölvunni. Þetta var aðeins öðruvísi í Húsasmiðjunni, þeir áttu ekki til hálftommu loka en afgreiðslumaðurinn sagði glaður í bragði og var greinilega létt að þeir ættu einn treihvarttommu á Selfossi og kostaði hann rúmar 16 þúsnd.
Nú voru góð ráð dýr og þurfti ég að treysta á minni spámenn eins og Ísleif Jónsson, Vatnsvirkjan, Tengi og Vörulager G E J. Allir þessir aðilar áttu þrýstiminnkara á svipuðu verði frá 7 - 9 þúsund nema Vörulagerinn GEJ sem bauð mér treihvart tommuna á rúmar 4 þúsund.
En og aftur eru stóru keðjurnar BYKO og Húsasmiðjan með gloppótann lager og með verðlag sem er á allt annari bylgjulengd en litlu verslanirnar.En með réttri röðun aðgerða gátum við fyllt pottinn og tók það 10 - 15 mínútur enda góður þrýstingur á kerfinu.
Potturinn var svo vígður af okkur Birnu og Sigurbirni. En fyrst grillaði Sigurbjörn hamborgar upp á svölum í 24°C hita og logni og svo fjölmenntum við þrjú í pottin sem virkaði fínnt, en getum ekki stillt hitan út fyrr en þrýstingur hefur verið lækkaður inn á greiðuna.Næsta sumar ætlum við að byggja lítið hús í garðinum fyrir litla hugmyndaríka kolla og til að geyma garðáhöld og sláttuvélina.
2 comments:
Þetta er aldeilis glæsilegt við erum bara farin að hlakka til að fá að flatmaga í pottinum um jólin.
kv Svava
Bidjum ad heilsa Sibba og gaman ad sja ad hann heldur afram ad vera duglegur ad elda eins og hann gerdi herna hja okkur...Hvernig ganga annars aefingarnar hja ther Sibbi fyrir Reykjavikur marathonid..hokkum til ad sja hvernig gengur hja ther nuna.
Post a Comment