














Boðið var til þorrablóts 6. frebrúar 2009 kl. 1700 og stóð Jens hrossabóndi að því að þessu sinni eins og honum einum er lagið. Þorrablótið var haldið í hesthúsi Jenna í landi Fáks í Víðidal. Ekki var í kot vísað því ofan við hlöðuna er salur, hátimbraður og í alla staði hin glæsilegasti. Byrjað var á því að fara í göngu niður með Elliðaánum að stíflunni en þar var boðið uppá brennivínssnafs, hákal og lagið tekið. Síðan var farið yfir stífluna og haldið upp með Elliðaánum og endað í hesthúsinu.
Á borðum var þorramatur og brennivín sem og aðrar léttari veigar en framganga Jens með snafsin vakti aðdáum og gleði veislugesta.
Gleði var svo stígand í réttu hlutfalli við framgöngu Jenna með snafsinn sem greinilega hafði örvandi áhrif á söngfýsn Klíkunnar. Lagið var tekið stjórnaði Birna honum af röggsemi. Veislugestir fögnuðu vel og voru ánægðir með sitt framlag. Að lokknum söng og mat - las Páls ritverk sitt um göngu Klíkunar á Jókulfjörðum sælla minninga við frábærar undirtektir.
1 comment:
Gaman að sjá þessar myndir hjá mér pabbi...ekki laust við að maður fá smá heimþrá í sviðahausana og hákarlinn ;) Hér stendur til að halda þorrablót í september eða oktober í vorinu hérna meginn á hnettinum ...sendum kveðju á klíku meðlimi og börn þeirra kv Svava
Post a Comment