
Ásdís og Svanur eignuðust 22. maí 2009 afskaplega þroskalega og fallega stúlku.
Ekki fékk móðirin að dvelja lengi á fæðingardeildinni því hún var komin heim rétt rúmum hálfum sólarhringi seinna.
Margar fæðingar voru þennan sólarhring og lítilið pláss á deildinni og því þurftu þau að vera á skrifstofu starfsfólksins yfir nóttina eftir fæðinguna.
Síminn hringdi öðru hvoru yfir nóttina og sá Svanur um að svara

í símann og gefa góð ráð.
Fæðingin gekk vel og svo virtist sem dömunni hafi legið mikið á
að komast í heiminn.
Jú hún er rösk og ákveðin og við fyrstu sýn kemur hún fyrir sem frekar róleg en er þó greinilega bísna ákveðin í að fá sitt fram.
Þetta er stöðug gleði hjá foreldrunum jafnvel þó að vökunætur fylgi í kaupbætin og svo hlítur það líka að vera nýlunda að nú ræður mín kæra dóttir ekki ferðum sínum ein.

1 comment:
hehe pabbi, ég var ekki búin að sjá þetta :)
Sú stutta er klárlega ákveðin, það hefur komið í ljós !
kv.
Ásdís
Post a Comment