Hæ andfættlingar og álsúrir!
Haustið hefur verið gott við okkur mörlandana. Við mamma þín fórum í golf með Svani, Kristínu Elku og Ásdísi á laugardeginum (9/10 10) í frábæru veðri. Þegar því lauk um hádegið fórum við með ömmu og afa á Laugarvatn að njóta haustlitanna á Þingvöllum og tókum smá hring á Laugavatni og hafði Svavar frá ýmsu að segja. Á sunnudeginum fórum við mamma þín í golf og spiluðum 18 holur í 17° hita upp í Mosfellsdal. Komum heim og nutum blíðviðriðsins eins og sést á einni myndinni týndi Birna reyniber og bjó til sultu úr þeim.
Ekki meira að sinni. Njótið myndanna.
Pabbi
Monday, October 11, 2010
Tuesday, October 6, 2009
Haustið 2009
Monday, October 5, 2009
Hornstrandir með Sárum og Súrum
Sumarferðin í ár með Sárum og súrum var á Hornstrandir í frábæru veðri og með einstöku fólki.
Siglt var frá Ísafirði yfir í Veiðileysisfjörð; gengið var yfir í Hornvík og þar yfir í Látravík og gist tvær nætur í vita húsinu.
Dag tvö var gengið út á Hornbjarg í sól og góðu veðri. Næsta dag var gengið yfir í Bolungavík í björtu og frá bæru veðri en á köflum full heitt.
Síðasta daginn var svo gengið yfir í Hrafnfjörð og við sótt þangað og siglt með okkur yfir á Ísafjörð. Þar var haldin loka veisla og í húsnæði sem Óli lagði til alveg frábær ferð í alla staði.
Sumir höfðu minna fyrir því að komast í land en aðrir.
Lagt af stað í gönguna frá Veiðileysufirði yfir til Látravíkur.
Thursday, June 18, 2009
Nýtt barnabarn
Ásdís og Svanur eignuðust 22. maí 2009 afskaplega þroskalega og fallega stúlku.
Ekki fékk móðirin að dvelja lengi á fæðingardeildinni því hún var komin heim rétt rúmum hálfum sólarhringi seinna.
Margar fæðingar voru þennan sólarhring og lítilið pláss á deildinni og því þurftu þau að vera á skrifstofu starfsfólksins yfir nóttina eftir fæðinguna.
Síminn hringdi öðru hvoru yfir nóttina og sá Svanur um að svara
í símann og gefa góð ráð.
Fæðingin gekk vel og svo virtist sem dömunni hafi legið mikið á
að komast í heiminn.
Jú hún er rösk og ákveðin og við fyrstu sýn kemur hún fyrir sem frekar róleg en er þó greinilega bísna ákveðin í að fá sitt fram.
Þetta er stöðug gleði hjá foreldrunum jafnvel þó að vökunætur fylgi í kaupbætin og svo hlítur það líka að vera nýlunda að nú ræður mín kæra dóttir ekki ferðum sínum ein.
Wednesday, February 4, 2009
Klíkan heldur þorrablót 2009
Boðið var til þorrablóts 6. frebrúar 2009 kl. 1700 og stóð Jens hrossabóndi að því að þessu sinni eins og honum einum er lagið. Þorrablótið var haldið í hesthúsi Jenna í landi Fáks í Víðidal. Ekki var í kot vísað því ofan við hlöðuna er salur, hátimbraður og í alla staði hin glæsilegasti. Byrjað var á því að fara í göngu niður með Elliðaánum að stíflunni en þar var boðið uppá brennivínssnafs, hákal og lagið tekið. Síðan var farið yfir stífluna og haldið upp með Elliðaánum og endað í hesthúsinu.
Á borðum var þorramatur og brennivín sem og aðrar léttari veigar en framganga Jens með snafsin vakti aðdáum og gleði veislugesta.
Gleði var svo stígand í réttu hlutfalli við framgöngu Jenna með snafsinn sem greinilega hafði örvandi áhrif á söngfýsn Klíkunnar. Lagið var tekið stjórnaði Birna honum af röggsemi. Veislugestir fögnuðu vel og voru ánægðir með sitt framlag. Að lokknum söng og mat - las Páls ritverk sitt um göngu Klíkunar á Jókulfjörðum sælla minninga við frábærar undirtektir.
Subscribe to:
Posts (Atom)