Thursday, March 27, 2008

Sárir og súrir á Nýja Sjálandi

Sárir og súrir lögðu land undir fót í febrúar 2008 og var
ferðinniheitið til Nýja Sjálands nánar tiltekið í 4 daga
göngu um hinn fræga þjóðgarð Milfod Fjord. Í þessum
þjóðgarði voru margar frumskógarsenur í Lord of Ring
teknar enda af nógu að taka í nátturufegurð.
Lagt var upp frá Lyttelton, hafnarborg Christcurch,
stærstu borgar suður eyjunnar. Hópurinn var í heild
sinni 29 manns. Flestir lögðu af stað samtímis í fjórum
bílum en aðrir komu svo á eftir svo sem Hilmar sem sótti
vini sína út á flugvöll, Kyla og Melow frá Ástralíu og Kevin
frá Aukland, sem er nyrst á norðureyjunni. Ingó, Einar og
Caroline keyrðu beint til Queenstown.

Ferðinni var heitið yfir á vesturströndina og var keyrt í gegnum
skarð sem heitir Arthur´s Pass. Skarðið er einstaklega fallegt
með fjallasýn á báðar bóga, djúpir dalir með vatnsmiklum ám
sem teygja sig upp í há fjöllin og þau hæstu eru með jökla og
skafla í tindunum. Í skarðinu er mikið af hinum stórskemmtilega
fjallapáfagauk sem nefndur er Kea. Hann er alsendis óhræddur
við manninn og jafnvel óþægilega aðgangsharður við að vekja á
sér athygli og sníkja mat. En það er harð bannað að fóðra hann
því að þá verður hann virkilega óþægilegur og sýnir sínar verstu
hliðar og eltir viðkomandi hvert fótmál.

Austanmegin við skarðið eru laufskógar og grasivaxnir úthagar
en um
leið og komið er yfir há skarðið tekur við regnskógur.
Að sjálfsögðu bauð rigningin okkur velkomin enda má reikna með
að það rigni á hverjum degi á vesturströndinni eins og vænta má í
regnskógum. Staðvindar frá Kyrrahafinu eða nánar tiltekið
Tasmaníuhafinu mettast af raka yfir sjónum og þéttast síðan í
háum fjallshlíðum Suður Alpanna. Þeir draga nafn sitt af hinum
einu sönnu Ölpun í Evrópu vegna skyldleika þeirra við mindun.
Ekki vorum við svikin um rigninguna fyrsta daginn því hún buldi
á okkur og hélt okkur við efnið það
sem eftir var af degi.

Gist var í Hokitika, litlum bæ við hafið. Morgunbirtan var sérlega falleg en hún myndaði einskonar slæðu þar sem litirnir á sjónum og himninum runnu saman í ljósgráum tónum með seyðandi undirspil hafsins.

Haldið var af stað í fallegu björtu veðri og var stefnan tekin á Queenstown en fyrirhuguð voru tvö stopp á leiðinni.




Annað stoppið var til að fara í kajakaferð inn í regnskóginn og verð ég að kommentera að þetta var stórkostleg hugmynd og tóku allir þátt í siglingunni og skemmtu sér príðisvel. Yngri Sárir og súrir höfðu þó uppi aðra skemmtan en þeir eldri sem einkenndist af galskap og kátínu.
Frábær upplifun.






Næst var stoppað til að skoða hinn stórkostlega skriðjökul Franz
Josef Glacier sem er 12 km langur og í 250 metra hæð yfir sjávarmáli.
Það er einkennilegt að sjá skriðjökul liðast inn í regnskóginn, sem er nokkuð sem er ólíkt íslensku skriðjöklunum sem yfir leitt eru í
gróðursnauðu landslagi.


Queenstown var svo loka áfangi dagsins. Nú var okkur farið að
liggja á að ná þangað á skikkanlegum tíma og því þurfti að hasta
sér en það var óneitanlega margt á leiðinni sem gaf tilefni til að stoppa og skoða nánar en það verður að bíða betri tíma.
Queenstown er inni í landi og var því keyrt frá vesturströndinni
inn í landið og breyttist þá gróðurfar eins og hendi væri veifað, ótrúlegur munur.



Queenstown er kölluð Borg adrenalínsins, sökum þess að þangað
koma krakkar víðsvegar að til að fara í manndómsleiki svo sem
teigjustökk, fallhlífarstökk, sigla á ám á allskonar tækjum.
Það fer ekki fram hjá neinum að þegar gengið er um miðbæinn hvað dregur að, söluskrifstofur á hverju götuhorni fyrir þessa spennuleiki. Enda þótt unga fólkið sé að sækjast eftir annarri afþreiingu en túristar gera til dæmis á sólarströnd á Spáni svipar nætulífið mjög til Spánar, fjörugt og kröftugt.
Við áttum góða kvöldstund í bænum, farið var upp á fjall í svifkláf og notið útsýnisins yfir borgina og umhverfið. Sumir borðuðu í útsýnishúsinu en ég og mín slekt og útlendingarnir fórum í bæin og borðuðum afbragðs mat á asiskum veitingastað.

1 comment:

Svava Kristinsdóttir said...

Flottar myndir gaman ad lesa ferdasoguna hja ther , eg add ther a siduna mina kv Svava og co