Sunday, March 16, 2008

Febrúar 2008 á Nýja Sjálandi





Við Birna lögðum land undir fót og fórum heimsækja krakkana
á Nýja Sjálandi.
Landt ferðalag og alltaf svolítið hvíðvænleg en var okkur þó
léttari en oft áður.

Hittum krakkana hressa og káta og fögnuðu þau okkur ákaft
á flugvellinum. Áttum frábærar stundir með þeim.

Hefðum þurft að stoppa lengur því við söknuðum þess að
eiga ekki fleiri daga í ró og næði með þeim, Birna Líf var að
byrja í skólanum og það var orðið tímabært að koma henni í ró því það hefur verið ansi strebin dagskrá.

Við vorum aðstoðarmenn í keppninni Coast to Coast sem
Svava og Hilmar tóku þátt í en svo var einnig hin frábæra
ganga í Milford Fjord þjóðgarðinum en Birna tók að sér
pössun á meðan við hin í Sárum og Súrum spókuðum okkur
um í ævintýralegu landslagi.

Myndir
1) Birna Líf með armband sem hún fékk frá frænkum sínum
Rósu, Maríu og Siggu.
2) Birna Líf og Árni Kristinn sitja að borðhaldi í lokaveislunni
hjá Sárum og Súrum.
3) Árni Kristinn skemmtir sér í verslunarferð.
4) Sigurbjörn að kenna Árna Kristni að hrína eins og svínið
í bókinni.



No comments: