Wednesday, June 4, 2008

Mazda sport RX8




Á dögunum keypti Birna sér Rx8 Mösdu sem
hún hefur lengi haft áhuga á að eignast. Það tók
hana ekki nema rúmlega 30 mín að festa sér
bílinn og var gengið frá kaupunum samdægurs.
Daginn eftir hringdi Birna í Vöku bílaflutninsfyrirtækið,
sem keyrði nýja sportbílinn
rakleitt á verkstæði vegna þess að nýji eigandinn
hafði startað bílnum oft og lengi og gefið honum
svo rækilega inn af bensíni að hann fór ekki
í gang.
Vonandi sannast máltækið að
fall sé fararheill. Á verkstæði
Brimborgar var Birna boðuð í
ökutíma til þess að læra að aka
þessum merkisbíl sem er með
stórmerkilega vél sem nefnd er
eftir þýskum uppfynningamanni
sem hét Wankel.

1 comment:

Svava Kristinsdóttir said...

Þessi er rosalega flottur til hamingju mamma ...pabbi helduru að þú fáir að setjast undir stýri á þessum kagga